Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur í Garði í kvöld vegna uppbyggingar við Útskálakirkju
Fimmtudagur 5. október 2006 kl. 09:12

Íbúafundur í Garði í kvöld vegna uppbyggingar við Útskálakirkju

Íbúafundur verður haldinn í Samkomuhúsinu í Garði  í kvöld kl. 20:00 Sveitarfélagið Garður, Menningarsetrið að Útskálum ehf. og Útskálatún ehf. boða til fundar um uppbyggingu á Útskálum og nýlega auglýst  deiliskipulag svæðisins.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Menningarsetur og þjónustuhús, Jón Hjálmarsson
2. Hótelbygging, Jónas Franz
3. Deiliskipulag, Guðrún Jónsdóttir
4. Fyrirspurnir og umræður

Vonast er til að Garðbúar fjölmenni til að kynna sér hugmyndirnar  og taki þátt í umræðum um þær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024