Íbúafundur í Garði í kvöld
– kynna úttekt á rekstri sveitarfélagsins
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur boðað til íbúafundar í Gerðaskóla í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20:00. Þar mun Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur kynna úttekt á rekstri sveitarfélagsins, sem hann vann fyrir bæjarstjórn.
Á fundinum verður einnig leitað álits íbúa á því hvort ráðstafa eigi hluta af Framtíðarsjóði sveitarfélagsins til niðurgreiðslu á langtímalánum bæjarsjóðs.
Íbúar Garðs eru hvattir til að mæta á fundinn, kynna sér rekstur sveitarfélagsins og taka þátt í umræðum.