Íbúafundur í Garði í kvöld
Íbúafundur verður í Miðgarði í Gerðaskóla í kvöld, þriðjudaginn 2. október, og hefst fundurinn kl. 19:30. Fundinum lýkur fyrir kl. 22:00.
Dagskrá:
1. Viðbygging við íþróttahús.
Pétur Bragason framkvæmdastjóri Verkmáttar kynnir tillögur og áætlanir um viðbyggingu við íþróttahúsið.
Kynnt verður álit endurskoðanda um Framtíðarsjóð.
Leitað verður eftir sjónarmiðum íbúa um tillöguna, jafnframt hvort fjármagna eigi framkvæmd úr Framtíðarsjóði að hluta eða öllu leyti.
2. Gerðaskóli og framtíðarsýn hans.
Efling menntunar á Suðurnesjum.
Hanna María Kristjánsdóttir forstöðumaður Þekkingarseturs.
Framtíðarsýn Gerðaskóla.
Skarphéðinn Jónsson skólastjóri Gerðaskóla.
Umræður.
Fundarstjóri verður Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi og stjórnendaþjálfari.