Íbúafundur í Garði á þriðjudaginn
Íbúafundur verður haldinn í Garðinum þriðjudaginn 2. október nk. í Miðgarði, sal Gerðaskóla. Bæjarstjóri kynnti drög að dagskrá fundarins á fundi bæjarráðs Garðs í gær. Ætla má að málefni skólans og bæjarfélagsins muni brenna á íbúum á fundinum.
Nánari upplýsingar um fundinn á að vera hægt að nálgast á vef Sveitarfélagsins Garðs, segir í afgreiðslu bæjarráðs.