Íbúafundur í Garði á næstu vikum
Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að bæjarráð vinni sameiginlega að efni, dagskrá og framkvæmd íbúafundar, sem haldinn verður í Garði á næstu vikum.
Bæjarráð komi sér saman um fundartíma íbúafundar og taki ákvörðun um hann í síðasta lagi á aukafundi bæjarráðs 30. ágúst 2012.
Búast má við fjörugum íbúafundi, enda málefni Garðs verið ofarlega á baugi, þar sem óvæntar breytingar á bæjarstjórnarmeirihlutanum í vor eru sjóðheitt málefni í Garði.