Íbúafundur fyrir Grindvíkinga á fimmtudaginn
Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga fimmtudaginn 11. janúar næstkomandi. Fundurinn fer fram á efri hæð Laugardalshallarinnar og hefst klukkan 17:00.
Áætlað er að fundurinn standi yfir í um klukkustund. Um leið og dagskrá fundarins verður klár mun hún birtast á vefsíðu Grindavíkurbæjar.
Fundinum verður streymt í gegnum samfélagsmiðla Grindavíkurbæjar.