Íbúafundur: Fulltrúi kísilvers baðst afsökunar á mengun
Kristleifur Andrésson, fulltrúi United Silicon á íbúafundi í Stapa, sem nú stendur yfir, sagði í framsögu sinni að fulltrúum fyrirtækisins þætti miður að íbúar hafi orðið fyrir óþægindum vegna byrjunarörðugleika sem þeir hafi glímt við. Hann sagði þá leggja áherslu á að eiga gott samstarf við nágranna sína, íbúa og bæjaryfirvöld.