Íbúafundur: Ekki samkvæmt reglum að reykur fari út um dyr verksmiðju
Fulltrúi United Silicon, Kristleifur Andrésson, fjallaði í framsögu sinni á íbúafundi í Stapa nú áðan meðal annars um myndband af starfseminni sem birt var á vef Stundarinnar á dögunum. Þar sagði hann að þar hafi starfsmenn verið að gera svokallaða kísilsæng. Hann sagði aðferðina notaða víða um heim en að ekki standi til að nota hana almennt í kísilverinu. Í myndbandinu sést reykur úr framleiðslunni fara út um dyr verksmiðjunnar og sagði hann það ekki samkvæmt starfsreglum.