Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur á morgun í Grindavík vegna óvissustigs
Frá íbúafundi um sama málefni sem haldinn var snemma árs 2020. VF-mynd: pket
Miðvikudagur 18. maí 2022 kl. 11:32

Íbúafundur á morgun í Grindavík vegna óvissustigs

Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun, fimmtudaginn 19. maí, klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst hefur verið yfir vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Fundurinn verður einnig í beinu streymi á vef Grindavíkurbæjar.

Í lok fundarins verður samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Búast má við fjölmennum fundi og fólk er því hvatt til að skilja bílinn eftir heima. Bæjaryfirvöld í Grindavík minna á stór bílastæði t.d. við Hópið, á tjaldsvæðinu og við verslunarmiðstöðina.