Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur á fimmtudaginn í Vogum
Þriðjudagur 8. maí 2012 kl. 10:12

Íbúafundur á fimmtudaginn í Vogum

Boðað hefur verið til almenns íbúafundar í Tjarnarsal í Vogum á fimmtudaginn kl. 17.30. Á fundinum verður ársreikningur ársins 2011 kynntur, ásamt tillögu um að ráðstafa fjármagni úr Framfarasjóði Sveitarfélagsins Voga til kaupa á hlut úr landi Vogajarða.

Á dagskrá fundarins er að bæjarstjóri kynnir ársreikning 2011. Þá kynnir bæjarstjóri tillögu um að kaup sveitarfélagsins Voga á hluta úr Vogajörðum verði fjármagnað með framlagi úr sjóðnum.  Auk þess verður kynnt álit sérfróðs aðila í samræmi við 5.gr.samþykktar um Framfarasjóð Sveitarfélagsins Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarfulltrúar munu sitja fyrir svörum um málefni sveitarfélagsins.