Íbúafundir vegna sameiningar Garðs og Sandgerðis
Íbúafundir vegna kosninganna um sameiningu Sandgerðis og Garðs verða í kvöld mánudaginn 6. nóvember í Gerðaskóla Garði kl. 20:00 og annað kvöld, þriðjudaginn 7. nóvember í Grunnskólanum í Sandgerði, kl. 20:00.
Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna fara fram þann 11. nóvember nk. og eru íbúar hvattir til þess að mæta á fundina í kvöld og annað kvöld.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninganna er hafin hjá sýslumönnuum og sendiráðum erlendir. Þann 11. nóvember verða kjörstaðir í grunnskólum Garðs og Sandgerðis. Hægt verður að kjósa þar á milli 09:00- 22:00. Nánari uppklýsingar um kosningarnar má finna hér.