Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundir með bæjarstjóra
Fimmtudagur 11. maí 2006 kl. 18:34

Íbúafundir með bæjarstjóra

Fyrsti íbúafundur Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, í fundaröð sinni á þessu vori var haldinn í gærkvöldi í Akurskóla. Fundurinn var vel sóttur en þar var farið yfir helstu framkvæmdir í sveitarfélaginu og sérstaklega í Innri Njarðvík.

Næsti íbúafundur verður í kvöld í Njarðvíkurskóla kl. 20:00. Þar geta íbúar í Ytri Njarðvík sótt upplýsingar um allt það helsta sem er að gerast í þeirra hverfi á þessu ári eða komið á framfæri kvörtunum eða athugasemdum.

Mynd: Frá fundinum í gærkvöldi. Ljósm: HBB
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024