Íbúafundir í Sandgerði
Sandgerðisbær hefur boðað til tveggja íbúafunda á næstunni, annars vegar um forvarnarstefnu og hins vegar skólastefnu.
Á fundunum, sem fara fram í Grunnskólanum í Sandgerði, opna sérfræðingar fyrir umræðu með fyrilestrum og eftir það skipta fundarmenn sér upp í hópa, eftir áhugasviði með hópstjóra.
Fyrri fundurinn snýst um forvarnarmál og verður á morgun kl. 20. Fyrirlesarar eru þeir Árni Einarsson MA, Framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna, og Erlingur Jónsson, Forstöðumaður Lundar.
Málefnahópar:
Heimilin
Leikskóli
Grunnskóli
Tónlistarskóli
Félagsmiðstöðvar
Íþróttafélög
Önnur frjáls félög
Almennar forvarnir
Seinni fundurinn verður svo á fimmtudaginn 17. apríl og fjallar um skólastefnu. Fyrirlesari þar verður Ólafur H. Jóhannesson, Lektor við Kennaraháskóla Íslands.
Málefnahópar:
Heimilin
Leikskóli
Grunnskóli
Tónlistarskóli
Félagsmiðstöðvar
Íþróttafélög
Loftmynd/Sandgerði