Atnorth
Atnorth

Fréttir

Íbúafundir í Reykjanesbæ næstu tvær vikur
Mánudagur 4. apríl 2011 kl. 09:12

Íbúafundir í Reykjanesbæ næstu tvær vikur

Hvað er gert til að styðja atvinnuleitendur? Hvað verður um sumarvinnu unglinga í sumar? Hvar eru sóknarfærin í atvinnu á svæðinu og hvað er að gerast þar? Hvernig er þjónusta við skólabörn í kreppunni? Hvernig gengur að styrkja menntun á svæðinu? Hvernig standa fjármál bæjarins? Hvernig verða framkvæmdir í sumar?


Allt þetta og meira til verður til umfjöllunar á íbúafundum með bæjarstjóranum í Reykjanesbæ sem munu standa yfir næstu tvær vikur. Eftir stutta kynningu á málefnum verður umræðum og fyrirspurnum skipt á borð og íbúar geta rætt málin frekar og komið að athugasemdum og hugmyndum við stjórnendur bæjarins yfir kaffi og kleinum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Fyrsti íbúafundurinn hefst mánudagskvöldið 4. apríl kl. 20.00 í Akurskóla í Innri Njarðvík.