Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 9. nóvember 2002 kl. 16:51

ÍAV með lægsta tilboðið í jarðvinnu og lóðaframkvæmd við nýja sorpeyðingastöð

Tilboða í jarðvinnu og lóðaframkvæmdir við nýju sorpeyðingarstöðina í Helguvík voru opnuð þann 7. nóvember sl. kl. 11.00 á skrifstofu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Tilboð bárust frá níu aðilum en kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 58.030.250 króna. Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í verkið eða 38.953.921 króna eða 67,1% af kostnaðaráætlun en hæsta tilboð kom frá Nóntind ehf. 71.263.000 króna eða 122,8% af kostnaðaráætlun.
Áætlað er að jarðvinnuframkvæmdir hefjist um leið og búið er að ganga frá samningi við verktaka eða í lok nóvember. Verkinu skal að fullu lokið 15. október á næsta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024