Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 16. október 2001 kl. 09:09

ÍAV malbikar 400 metra í Sandgerði

Samþykkt hefur verið að taka tilboði Íslenskra aðalverktaka hf. í lagningu 400 m kafla á Stafnesvegi. Fyrirtækið var með þriðja lægsta tilboðið.Sjö tilboð bárust í útboði Sandgerðisbæjar á lagningu Stafnesvegar, úr Sandgerði og í áttina að Hvalsnesi. Þegar tilboðin voru opnuð í síðustu viku kom í ljós að Toppurinn var með lægsta tilboðið, rétt rúmar 23 milljónir kr. sem er 68,5% af kostnaðaráætlun verkkaupa. Ellert Skúlason bauð tæpar Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka tilboði Íslenskra aðalverktaka og bæjarstjóra var falið að ganga frá samningi sem fyrst. Bókað er að við ákvörðunina hafi verið tekið tillit til skuldastöðu verktaka við ríkissjóð, mannafla og tækjakosts að því er fram kemur á vef Sandgerðisbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024