Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

ÍAV krefur United Silicon um tvo milljarða
Fimmtudagur 20. apríl 2017 kl. 10:00

ÍAV krefur United Silicon um tvo milljarða

Verktakafyrirtækið ÍAV hefur krafið United Silicon um rúma tvo milljarða auk dráttavaxta vegna ógreiddra reikninga og annarra meintra vanefnda kísilversins í Helguvík, þar af nema reikningar vegna framkvæmda við verksmiðjuna 1,1 milljarði króna. Fréttablaðið greinir frá.

ÍAV var aðalverktaki við byggingu kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra vegna vanefnda og var kísilverksmiðjunni stefnt fyrir gerðadóm í kjölfarið. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar. Verktakinn gerir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins einnig bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins. Gerðardómurinn er skipaður einum manni frá ÍAV, öðrum frá United Silicon, og valdi Héraðsdómur Reykjaness oddamanninn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024