Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

ÍAK einkaþjálfarar útskrifaðir á Akureyri
Föstudagur 2. júlí 2010 kl. 09:18

ÍAK einkaþjálfarar útskrifaðir á Akureyri

Fimmtudagurinn 11. júní markaði nokkur tímamót. Þá voru 21 ÍAK einkaþjálfari brautskráður á vegum Keilis. Þetta er í fyrsta sinn sem slík athöfn fer fram á vegum Keilis utan Ásbrúar. Fram kom í ræðu Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keils, að stefna skólans væri að veita nemendum sínum sem besta þjónustu. Liður í því væri að færa kennsluna sem næst nemendum. Á Akureyri hefði sl. haust orðið til myndarlegur hópur nemenda í ÍAK einkaþjálfun. Því hefði verið ákveðið að færa kennsluna til þeirra. Með afar góðri tækni hefði bóklega námið farið fram í fjarnámi en verklegir þættir hins vegar á Akureyri í húsnæði Bjargar – líkamsræktarstöðvar undir leiðsögn fagfólks. Davíð Kristinsson og Tinna Stefánsdóttir önnuðust verklega þjálfun á Akureyri.

Keilir hefur nú 2 starfsstöðvar á Akureyri, eina á Austurlandi, eina í Vestmannaeyjum (vegna flugsins) og eina í Þýskalandi þar sem margir af „Silfurdrengjunum“ í handbolta stunda nám ÍAK einkaþjálfara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnhildur Vilbergsdóttir, forstöðukona Heilsuskóla Keilis, afhenti prófskírteini. Kom m.a. fram í máli hennar að norðlenski hópurinn hefði náð ótrúlegum námsárangri en strangar kröfur eru gerðar um námsárangur. Gunnhildur vakti athygli á því að í raun gæti hver sem er tekið að sér leiðsögn í líkamsræktarstöð. Því miður hefði borið á hættulegum leiðbeiningum frá fólki án menntunar. Vart hefði hins vegar orðið við mikla ánægju með starfskrafta ÍAK einkaþjálfara, m.a. frá læknum. Næsta vetur yrðu teknir inn 60 nýir umsækjendur í ÍAK einkaþjálfun en þegar væri komnar um 140 umsóknir.

Fremst meðal jafningja var Sigríður Katrín Magnúsdóttir með 9,64 í meðaleinkunn og fékk fyrir vikið viðurkenningu frá Keili. Flutti hún jafnframt ávarp fyrir hönd brautskráðra þar sem hún þakkaði öllum skemmtilegt samstarf. Kom fram í máli Sigríðar Katrínar að hinir nýútskrifuðu einkaþjálfarar myndu nú dreifast til ýmissa starfa í líkamsræktarstöðvum, með heilbrigðisstéttum o.s.frv.
Við upphaf og lok athafnarinnar í Ketilshúsi fluttu þær Fabúla og Unnur Birna Björnsdóttir fallega tónlist.