Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í vímu ók upp á torg
Reykjavíkurtorg í Reykjanesbæ. VF-mynd: Bárður Sindri Hilmarsson
Miðvikudagur 19. september 2012 kl. 07:07

Í vímu ók upp á torg

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega tvítugan karlmann sem ók undir áhrifum fíkniefna og endaði aksturinn uppi á Reykjavíkurtorgi á Hafnargötu. Maðurinn var óánægður með afskipti lögreglu og lét ófriðlega. Flytja þurfi hann í járnum á lögreglustöð, þar sem hann játaði neyslu á kannabis. Þá hafði lögregla afskipti af öðrum ökumanni sem reyndist bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna við aksturinn. Þriðji ökumaðurinn, sem lögregla stöðvaði, reyndist hafa neytt áfengis áður en hann ók af stað. Tveir hinir síðarnefndu voru einnig fluttir á lögreglustöð þar sem tekin var af þeim skýrsla.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024