Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í vímu með þýfi og hníf
Föstudagur 15. nóvember 2019 kl. 09:06

Í vímu með þýfi og hníf

Í bifreið sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði við hefðbundið eftirlit á Reykjanesbraut í vikunni fundust nokkrir hvarfakútar og hluti úr bílvél sem taldir eru vera þýfi. Ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur og voru sýnatökur á lögreglustöð jákvæðar á amfetamínneyslu. Þá var hann með hníf í fórum sínum sem var haldlagður.

Fáeinir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá var lögreglu tilkynnt um að brotist hefði verið inn í bifreið og þaðan stolið ýmsum munum. Var m.a. um að ræða mottur, varadekk og þokuljós.