Í vímu hjólaði á ljósastaur
Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist þegar hann hjólaði á ljósastaur í Reykjanesbæ um helgina. Hann tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði verið eitthvað ryðgaður í kollinum eftir grasreykingar og því hafnað á staurnum.
Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans. Þau munu vera minni háttar.
Þá var lögreglu tilkynnt um að ekið hefði verið á ljósastaur í Sandgerði. Sá sem það gerði lét sig hverfa af vettvangi, án þess að gera viðvart um ákeyrsluna.