Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í vímu á ólöglegu bifhjóli
Föstudagur 19. september 2014 kl. 10:12

Í vímu á ólöglegu bifhjóli

– annar ók á móti umferðarstefnu í gegnum hringtorg.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni för tæplega þrítugs manns sem var á ferðinni á léttu bifhjóli, sem var án skráningarmerkja. Maðurinn ók sviptur ökuréttindum og var að auki undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á kannabis og amfetamíni.

Annar réttindalaus ökumaður var einnig stöðvaður þar sem hann ók á móti umferðarstefnu í gegnum hringtorg. Bifreiðin sem hann ók var óskoðuð og ótryggð og voru skráningarmerki fjarlægð af henni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024