Heklan
Heklan

Fréttir

Í takti við mikinn meðbyr
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 14:00

Í takti við mikinn meðbyr

segir Sigurður Helgi Pálmason, Flokki fólksins

„Úrslitin komu skemmtilega á óvart en voru í takt við þann mikla meðbyr sem við höfðum fundið í kosningabaráttunni. Ég taldi góðar líkur á að ég myndi ná kjöri miðað við gengi okkar í skoðanakönnunum en auðvitað er maður alltaf í óvissu þar til atkvæðin eru talin,“ segir Sigurður Helgi Pálmason en hann skipaði annað sætið hjá Flokki fólksins í alþingiskosningunum 2024.

„Á bak við hvert atkvæði er manneskja, manneskja með sína sögu. Frá stofnun Flokks fólksins hefur verið lögð rík áhersla á að eiga raunverulegt samtal við kjósendur. Á síðustu vikum höfum við farið vítt og breitt um kjördæmið og lagt okkur fram um að gefa fólkinu okkar tækifæri að ræða við okkar á samtalsgrundvelli. Því það eru jú þannig samtöl sem bæta skilning okkar um hvað má betur fara í þjóðfélaginu. Við hjá Flokki fólksins erum afar þakklát fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt og við erum staðráðin í að sýna að ég við getum staðið undir því. Samtalinu við fólkið okkar er hvergi lokið og það sýna niðurstöður þessara kosninga.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25