Í stórsvigi upp og niður Flugvallarveginn
Flugvallarvegurinn í Keflavík er líkari stórsvigsbraut en akbraut í dag. Bæjarstarfsmenn hafa sett búkka við allar stærstu holurnar á veginum og nú sikksakka bílarnir á milli búkkanna til þess að komast hjá því að keyra á þá eða ofan í holurnar.
Einn af gárungunum í Reykjanesbæ hafði samband við Víkurfréttir í dag vegna ástandsins á veginum. Vildi hann hvetja bæjaryfirvöld til að taka sneið úr Flugvallarveginum og setja á safn til framtíðar, því þessi gata bæjarins er örugglega búin að vera ein sú holóttasta síðustu árin. Eina holu úr veginum verður að geyma á safni, sagði viðmælandi blaðsins.
Mynd: Stórsvig á Flugvallarvegi í dag, þar sem var talsverð umferð eins og sjá má. Víkurfréttamynd
Einn af gárungunum í Reykjanesbæ hafði samband við Víkurfréttir í dag vegna ástandsins á veginum. Vildi hann hvetja bæjaryfirvöld til að taka sneið úr Flugvallarveginum og setja á safn til framtíðar, því þessi gata bæjarins er örugglega búin að vera ein sú holóttasta síðustu árin. Eina holu úr veginum verður að geyma á safni, sagði viðmælandi blaðsins.
Mynd: Stórsvig á Flugvallarvegi í dag, þar sem var talsverð umferð eins og sjá má. Víkurfréttamynd