Í „Sjöunda himni“ á 7. hæð
Peyjarnir hjá Hjalta Guðmundssyni ehf. voru í um 30 metra hæð yfir sjávarmáli að steypa fyrir þakíbúð Pósthússtrætis 1 á 7. hæð hússins þegar þessi mynd var tekin þar sem kapparnir eru á ganginum á milli tveggja þakíbúðanna. Útsýni yfir bæinn og Faxaflóa er hreint með ólíkindum á hæstu hæðum byggingarinnar.
VF-myndir/Bjarni: Efri mynd: Haraldur Arnarson, Pétur Örn Helgason, Kristján Guðbrandsson, Slavko Gribiz og Halldór Reinhardsson. Neðri: Frábært útsýni á 7. hæð