SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Í sjálfheldu í Stapanum - myndir
Laugardagur 9. október 2010 kl. 16:53

Í sjálfheldu í Stapanum - myndir

Maður á fimmtugsaldri lenti í sjálfheldu í Stapanum nú áðan. Hann hafði klifrað niður kletta og alveg niður í fjöru þegar hann áttaði sig á þeim aðstæðum sem hann var kominn í og að hann kæmist ekki upp sömu leið aftur.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Í stað þess að koma sér í frekari vandræði hafði maðurinn samband við Neyðarlínuna sem kallaði til Björgunarsveitina Suðurnes. Björgunarmenn bæði sigu niður til mannsins og fóru einnig sjóleiðina að honum. Léttabátur sótti manninn og var honum komið í land við Njarðvíkurhöfn.

Myndir tók Guðmundur Helgi Önundarson.