Laugardagur 30. mars 2002 kl. 20:16
				  
				Í nógu að snúast hjá snjóruðningsmönnum á Keflavíkurflugvelli
				
				
				
Snjóruðningsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn. Fjórar vélar urðu að snúa frá Keflavíkurflugvelli síðustu nótt þar sem bremsuskilyrði á vellinum voru ekki góð vegna hálku og snjóa á brautum.Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar snjóblásari hreinsaði brautir með miklum snjó- og reykblæstri en það er markmið snjóruðningsdeildar slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli að ástandið á flugbrautum Keflavíkurflugvallar sé eins og í júlí - eða allt að því...!