Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í nógu að snúast hjá björgunarsveitum
Þessi öflugi jeppi var pikkfastur í Innri Njarðvík í dag. Mynd: Landsbjörg
Mánudagur 19. desember 2022 kl. 17:25

Í nógu að snúast hjá björgunarsveitum

Í nógu er að snúast hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum í dag. Landsbjörg sendi liðsauka frá höfuðborgarsvæðinu í dag, enda næg verkefni og þá hefur björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum þurft hvíld eftir langa törn frá því að veðrið og ófærðin skall á.

Nú er verið að undirbúa að koma lest af rútum frá Keflavíkurflugvelli og til Reykjavíkur. Rúturnar eru ellefu talsins og fara í fylgd eftir Reykjanesbrautinni. Verið er að moka frá mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut þessa stundina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024