Í lífshættu eftir umferðarslys
Þrítug kona er í lífshættu eftir alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut við Stekk á Fitjum í gærkvöldi.
Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er konunni haldið sofandi í öndunarvél. Áverkar hennar eru lífshættulegir.
Ekið var á konuna skammt frá Stekk, í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið í gær. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum annast rannsókn slyssins.