Í hraðakstri á Reykjanesbraut
Lögreglan á Suðurnesjum hefur, undanfarna daga, haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekið hafa yfir löglegum hámarkshraða. Flest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók, var karlmaður á þrítugsaldri en bíll hans mældist á 138 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Kona á svipuðum aldri ók á 120 kílómetra hraða. Önnur kona, sem ók á 118 kílómetra hraða reyndist ekki vera með ökuskírteini þegar að var spurt. Lögreglan hvetur ökumenn til þess að virða hámarkshraða og sýna aðgát við aksturinn.