Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í holtunum heima flutt í Stapa vegna veðurs
Miðvikudagur 30. ágúst 2023 kl. 11:41

Í holtunum heima flutt í Stapa vegna veðurs

Til að eyða allri óvissu og tryggja öryggi allra hefur verið tekin ákvörðun um að færa tónleikana „Í holtunum heima“ þetta árið inn í Stapa. Þetta er gert vegna þess að veðurspáin fyrir næsta föstudag er afar slæm.

Dagskrá og tímasetningar haldast óbreyttar. Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.30.

Veitingasala verður á vegum Hljómahallar. Vakin er athygli á því að gestir yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024