Í Golfklúbbi Sandgerðis er gott að vera
„Maríuerlan er búin að koma sér vel fyrir í gömlu grínvélinni. Hún verður augljóslega ekki notuð á næstunni. Náttúran verður víst að hafa sinn gang,“ segir Þór Ríkarðsson á Facebook síðu Golfklúbbs Sandgerðis, en hann og bróðir hans fundu egg Maríuerlunnar eitt kvöldið.
Í samtali við Víkurfréttir segir Þór að vel sé fylgst með fuglalífinu á staðnum. „Yfir tuttugu tegundir verpa hér á eða alveg við völlinn. Maríuerlan hefur ekki verpt i vélinni áður en þetta kom skemmtilega a óvart.“