Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í gæsluvarðhaldi til 17. maí
Sunnudagur 9. maí 2010 kl. 12:26

Í gæsluvarðhaldi til 17. maí

Liðlega þrítugur maður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær vegna rannsóknar á ætluðu manndrápi, var færður í Héraðsdóm Reykjaness kl. 10 í morgun. Að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til mánudagsins 17. maí 2010, kl. 16.


Ekki er unnt á þessu stigi málsins að veita frekari upplýsingar um lögreglurannsóknina. Enn á eftir að yfirheyra sakborning og vitni frekar vegna málsins og því er ekki unnt að greina frekar frá atvikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mishermt var í fréttatilkynningu lögreglunnar vegna málsins í gær að hinn handtekni væri liðlega tvítugur að aldri. Hið rétta er að hann er liðlega þrítugur. Hinn látni er á sextugsaldri eins og fram hefur komið.


Þeir sem telja sig geta veitt lögreglu einhverjar upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700 eða á netfangið [email protected].