Í fylgd björgunarskips til Grindavíkur
Báturinn Óli Hall var staddur 6 mílur út frá Grindavík þegar skipið varð vélar vana og var Björgunarskip Slysavarnarfélgasins Landsbjargar, Oddur V. Gíslasson frá Grindavík kallað út Kl. 20:43 til aðstoðar.
Þegar Oddur V. kom á staðinn hafði tekist að ræsa vélar og nær skipið um tveggja mílna hraða og siglir það nú inn til hafnar í Grindavík í fylgd Odds V.Gíslasonar, segir á vefnum www.thorbjorn.is
Þegar Oddur V. kom á staðinn hafði tekist að ræsa vélar og nær skipið um tveggja mílna hraða og siglir það nú inn til hafnar í Grindavík í fylgd Odds V.Gíslasonar, segir á vefnum www.thorbjorn.is