Í fíkniefnaakstri á óskoðuðum vörubíl
Tveir ökumenn voru handteknir í gær í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að grunur hafði vaknað um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra ók óskoðaðri vörubifreið þegar akstur hans var stöðvaður. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á fíkniefnum. Hinn reyndist hafa neytt kannabis.
Áður hafði lögregla handtekið ökumann sem hafði neytt amfetamíns, kókaíns og kannabisefna. Hann var einnig án ökuréttinda.