Í farbanni vegna greiðslukortasvika
Erlendur karlmaður sætir nú farbanni vegna meintra greiðslukortasvika við kaup á flugmiðum. Lögreglan á Suðurnesjum handtók hann þegar hann kom til landsins í lok síðasta mánaðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. september en að því loknu í farbann til 19. september næstkomandi.
Maðurinn er grunaður um að hafa notað flugmiða sem keyptir voru með stolnum kortaupplýsingum og ferðast með þeim hætti vítt og breitt um heiminn. Hann á meðal annars yfir höfði sér bótakröfur frá flugfélögum sem hann hefur ferðast með.