Í fangaklefa eftir ólæti á gistiheimili
Lögreglan var kölluð að gistiheimili í Reykjanesbæ í nótt vegna slagsmála þar innandyra. Slegið hafði í brýnu milli tveggja gesta og voru þeir færðir til lögreglustöðvar. Fékk annar þeirra að gista fangaklefa en hinn fékk að fara aftur á gistiheimilið eftir að hafa fengið læknismeðhöndum vegna áverka í andliti.
Af öðrum viðburðum næturinnar er það að segja að lögregla vísaði fimm stúlkum út af skemmtistað í Reykjanesbæ en þær höfðu ekki aldur til að þar inni.
Af öðrum viðburðum næturinnar er það að segja að lögregla vísaði fimm stúlkum út af skemmtistað í Reykjanesbæ en þær höfðu ekki aldur til að þar inni.