Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í engu samræmi við kísilverksmiðjur í Noregi
Miðvikudagur 21. nóvember 2018 kl. 21:19

Í engu samræmi við kísilverksmiðjur í Noregi

- segir norskur ráðgjafi um kísilverksmiðju United

Tom Arild Olsen, norskur ráðgjafi sem komið hefur að málum kísilvera í Noregi og var m.a. kallaður til aðstoðar hjá United Silicon segir að verksmiðjan og rekstur hennar hafi verið í engu samræmi við það sem hann og hans samstarfsaðilar hans séu vanir að sjá í norskum kísilmálmverksmiðjum og hafi þeir komið í þær allar.

„Ný úrbótaáætlun gerir ráð fyrir að sú tækni sem kísilverið byggi á sé sambærileg við það sem þekkist í þessum iðnaði um allan heim en í Noregi eru sjö sambærilegar verksmiðjur sem starfa í samræmi við útgefin starfsleyfi og í sátt við þar til bær yfirvöld. Eftirlitsaðilar í Noregi fylgjst grannt með þessari starfsemi og að starfsemi þeirra sé í takt við leyfi þeirra,“ sagði Tom.

Í máli hans kom fram að rekstraraðili sem og Umhverfisstofnun gera ráð fyrir að vandamál geti komið upp við endurræsingu verksmiðjunnar en neyðarskorsteinninn muni bæta stöðuna til muna. Hann á að nota þegar framleiðslan er ekki í fullum afköstum eða þegar ofninn er á lágu hitastigi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024