Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í blómatínslu í skrúðgarðinum með klút fyrir andlitinu
Laugardagur 6. september 2014 kl. 06:00

Í blómatínslu í skrúðgarðinum með klút fyrir andlitinu

Óvenjuleg tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. Hún var þess efnis að einstaklingur með klút fyrir andlitinu væri að rífa upp blóm í skrúðgarðinum við Njarðvíkurkirkju og troða þeim í innkaupapoka. Allt reyndist þetta rétt, þegar lögreglumenn mættu á staðinn. Viðkomandi kvaðst einungis vera að taka upp blóm sem væru hvort eð er að dauða komin. Lögreglumenn báðu um að blómin yrðu sett þar sem þau höfðu verið og gerði blómaunnandinn það fúslega.

Lögregla bendir á að óheimilt er að tína blóm í skrúðgörðum þótt þau virðist vera farin að daprast nú á haustdögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024