Hyggst taka fjármál bæjarins föstum tökum
Bæjarráð Sandgerðis hefur falið bæjarstjóra að svara bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Eins og kunnugt er var Sandgerðibær eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk bréf frá eftirlitsnefndinni fyrir skemmstu.
Drög að svarbréfinu voru til umræðu í bæjarráði í fyrrdag. Þar kom fram að þrátt fyrir erfiða skuldastöðu væri peningaleg staða bæjarins góð.
„Uppgreiðsla skulda hefur verið í gangi. Það er alltaf mat hvaða lán er hagkvæmt að greiða hverju sinni og taka þarf tillit til uppgreiðsluálags við þá ákvarðanatöku.
Í svarbréfinu kemur fram að bæjarstjórn hyggst taka fjármál bæjarins föstum tökum, greiða niður skuldir, taka rekstur til endurskoðunar og endurskoða gjaldskrár,“ segir í fundargerð bæjarráðs.