Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hyggst opna kaffihús í Vogum
Þriðjudagur 28. september 2010 kl. 16:58

Hyggst opna kaffihús í Vogum


Bæjaryfirvöld í Vogum hafa tekið jákvætt í erindi Jörundar Guðmundssonar þess efnis að veita honum leyfi til að byggja efri hæð á gamla pósthúsið og opna þar veitinga- og kaffihús. Jörundur hyggst byggja íbúð á efri hæðinni en veitingasalan yrði á þeirri neðri.

„Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina, enda uppfylli byggingin ákvæði laga og reglugerða. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er húsið skilgreint á verslunar- og þjónustusvæði og þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðum á verslunar- og þjónustusvæðum,  sérstaklega á efri hæðum húsa.
Nefndin vekur athygli á að útgáfa byggingarleyfis er háð grenndarkynningu,“ segir í fundargerð Skipulags- og bygginganefndar sem tók málið fyrir í vikunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024