Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hyggja á stórt verkefni í Slóvakíu
Miðvikudagur 2. maí 2007 kl. 13:42

Hyggja á stórt verkefni í Slóvakíu

Íslenska orkufyrirtækið Enex  stefnir að kaupum á ráðandi hlut í hitaveitu í Kosice, annarri stærstu borg Slóvakíu en um er að ræða gríðarstjórt verkefni. Geysir Green Energy í Reykjanesbæ á tæplega 27% hlut í Enex.

Umrædd hitaveita er kolaknúin og nær til um 190 þúsund íbúa.  Ráðgert er að breyta henni í jarðvarmahitaveitu ef samningar nást um kaupin. Umfangs verkefnisins mun vera um 60 milljónir evra, skv. því sem fram kemur á visi.is í morgun. Haft er eftir Lárusi Elíassyni, framkvæmdastjóra Enex að um sé að ræða stærstu jarðvarmahitaveitu Evrópu, að Reykjavík frátaldri.

Geysir Green Energy á tæplega 27% hlut í Enex eins og áður segir en á meðal annara eigenda eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavikur og Jarðboranir.
Sem kunnugt er átti Geysir Green langhæsta tilboðið í hlut Ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en tilboðin voru opnuð á mánudaginn. Tilboðið hljóðaði upp á 7,6 milljarða.


Mynd: Menn sjá mikla möguleika þekkingu íslendinga á sviði jarðvarmavirkjana og nýtingu á vistvænni orku. Geysir Green Energy stefnir á miklar fjárferstingar á þessu sviði. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024