Hvöss austanátt á morgun með rigningu
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Sunnan 5-10 m/s, en suðaustan 10-15 síðdegis. Rigning eða skúrir. Hvessir á morgun, austan 18-23 síðdegis. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Sunnan 5-10 m/s, en suðaustan 10-15 síðdegis. Austan 15-20 síðdegis á morgun. Rigning eða skúrir. Hiti 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Vaxandi austan- og suðaustanátt, 15-25 m/s síðdegis, hvassast með suðurströndinni. Rigning, einkum SA-lands og hiti 3 til 8 stig.
Á föstudag:
Suðlæg átt og stöku skúrir eða slydduél, en rigning um tíma SA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt, bjartviðri og vægt frost á N- og A-landi, annars skýjað og hiti yfirleitt 2 til 7 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðaustanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-lands. Fremur milt veður.