Hvolpurinn í góðu yfirlæti
Litli hvolpurinn sem Lögreglan í Keflavík fann á Reykjanesbrautinni sl. sunnudag er nú í góðu yfirlæti á hundahótelinu á Hafurbjarnastöðum. Sólveig Magnúsdóttir eigandi hundahótelsins segir að hvolpinum líði mjög vel: „Hann er svo sætur og skemmtilegur, leikur sér og er hvers manns hugljúfi. Ef ég hefði átt þennan hvolp og týnt honum þá væri ég að leita að honum,“ sagði Sólveig í samtali við Víkurfréttir. Hvolpurinn fannst á Reykjanesbraut til móts við Go-kart brautina.