Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvolpur fannst á Reykjanesbraut
Mánudagur 18. nóvember 2002 kl. 07:29

Hvolpur fannst á Reykjanesbraut

Þessi litli hvolpur fannst á Reykjanesbraut, til móts við Go-kart brautina í gær. Hvolpurinn hefur verið í góðu yfirlæti á lögreglustöðinni í Keflavík í nótt, en í morgunsárið verður farið með hann á hundahótelið á Hafurbjarnarstöðum. Hvolpurinn er með ól um hálsinn og ljóst er að hann hefur ákveðið að fá sér göngutúr, einn út í hinn stóra heim. Án efa vill hann komast heim til fjölskyldu sinnar. Þeir sem þekkja þennan litla hvolp er bent á að hafa samband við hundahótelið á Hafurbjarnarstöðum eða Lögregluna í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024