Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Hvítvínsflöskur flugu í Vínbúðinni í Keflavík
  • Hvítvínsflöskur flugu í Vínbúðinni í Keflavík
Fimmtudagur 20. september 2018 kl. 10:41

Hvítvínsflöskur flugu í Vínbúðinni í Keflavík

„Þetta var bara eins og sprenging. Hvítvínflöskur flugu úr rekkanum út á gólfið. Við starfsfólkið vorum frammi í búðinni en sem betur fer var enginn, hvorki við né viðskiptavinir við hvítvínsrekkann. Þá hefði getað orðið slys,“ segir Rannveig Ævarsdóttir, verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Keflavík. Eldri kona ók bifreið sinni á glugga Vínbúðarinnar þegar hún ætlaði að aka frá búðinni en um óhapp var að ræða því konan áttaði sig ekki á því að hún hafði ekki sett í bakkgír.

Rannveig segist hafa haft samband við lögreglu þegar í stað en strax grunað að um óhapp hafi verið að ræða en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Ekki er heldur langt síðan að ekið var inn í verslun N1 í sama verslunarkjarna.

„Ég held að við höfum bara hniprað okkur saman þegar við heyrðum lætin. Svona einhver ósjálfráð viðbrögð,“ segir Rannveig aðspurð út í viðbrögð starfsfólksins þegar þetta gerðist. Bíll konunnar fór í gegnum rúðuna og á stálbita en vínrekkinn með hvítvíni innan við hann hélt þó en margar flöskur flugu úr honum og út á gólf. „Þetta voru margar flöskur sem flugu úr rekkanum og brotnuðu á gólfinu. Við fórum strax í að þrífa og skúra og lokuðum búðinni á meðan en það var ekki í langa stund. Þetta fór sem betur fer allt vel“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannveig, önnur frá vinstri  er hér með hluta starfsfólks Vínbúðarinnar í Keflavík.