Hvítt í gær - bjart í dag (myndir)
Vestlæg átt við Faxaflóa, 10-15 m/s og rigning eða slydda í fyrstu, en síðan él. Hiti 0 til 5 stig. Norðan 13-18 þegar líður á daginn, léttir til og frystir, en lægir í kvöld. Suðvestan 8-13 og él á morgun og hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestan 10-15 m/s og rigning í fyrstu, en síðar skúrir eða slydduél. Norðvestan 13-18 og léttir til seinni partinn. Hiti 0 til 4 stig, en lægir heldur og frystir í kvöld og nótt. Suðvestan 8-10 og él á morgun og vægt frost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Hægvirði og víða léttskýjað fram eftir degi og talsvert frost. Gengur síðan í suðvestan 10-15 m/s með éljagangi og hlýnandi veðri V-lands.
Á fimmtudag:
Gengur í vestan og suðvestan 13-20 m/s þegar líður á daginn, með skúrum eða slydduéljum, en hægara og þurrt Atil. Hiti 0 til 5 stig
Á föstudag:
Allhvöss norðvestanátt og él með NA-ströndinni, en annars heldur hægari vestlæg átt og víða léttskýjað. Frystir um land allt.
Á laugardag:
Hægir vindar, léttskýjað og talsvert frost, einkum til landsins.
Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt með snjókomu SV-til og hlýnar í veðri.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustlæg átt með úrkomu S-til, en þurrt að kalla fyrir norðan. Milt veður.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í snjónum í gær. VF-myndir: Hilmar Bragi