Hvít jörð í morgunsárið
Margir hafa eflaust vaknað í morgunsárið við kunnuglegan hljóm frá glugganum. Þar var enginn annar en vetur konungur að gera vart við sig með vænum skammti af hagléljum og tilheyrandi látum. Víða blasti við hvít jörð þegar komið var utandyra í morgun og kannski er þetta merki um veturinn sé handan við hornið, en fyrsti vetrardagur er laugardaginn 22. október.
Mynd tekin í morgun.