Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hviður upp á 28 m/s á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 25. febrúar 2015 kl. 16:42

Hviður upp á 28 m/s á Keflavíkurflugvelli

– Foktjón í Vogum á Vatnsleysuströnd

Núna kl. 16:00 voru 19 m/s af suðaustri á Keflavíkurflugvelli og voru hviður upp á 28 m/s. Ekkert flug er um Keflavíkurflugvöll og vélar ekki væntanlegar fyrr en undir kvöld.

Björgunarsveitir hafa verið að sinna útköllum vegna veðurs í dag. Meðal annars hefur Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum verið í útkalli vegna foktjóns í bænum.

Ekki hafa borist fréttir af tjóni annars staðar á Suðurnesjum. Nú er bálhvasst á Suðurnesjum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024