Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hvetur til vandaðri vinnubragða meirihlutans
Föstudagur 20. september 2002 kl. 01:15

Hvetur til vandaðri vinnubragða meirihlutans

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ beita fyrir sig embættismönnum, vitandi það að kjörnir bæjarfulltrúar beri höfuð ábyrgð á því að keypt hafi verið kennslustofa án heimildar. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram eftirfarandi bókun vegna kennslustofu við Heiðarskóla í Keflavík á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar: „Undirritaður lagði fram á bæjarstjórnarfundi þann 3. september 2002 fyrirspurn vegna kennslustofu sem búið var að kaupa og koma á sinn stað án heimildar. Í bæjarráði þann 12. september sl. var málið tekið fyrir og lagt fram bréf umhverfis- og tæknisviðs vegna málsins. Í bréfi heldur embættismaðurinn því fram að orð hans á bæjarráðsfundi þann 13. júní sl. hafi fallið í þá veru að reikna mætti með kaupum á 3. kennslustofunni. Undirritaður mætti sem varamaður á umræddan bæjarráðsfund og staðfestir hér að viðkomandi embættismaður var ekki kallaður inn á fundinn undir þessum lið. Þennan lið sem var 20. liður á dagskrá skýrði bæjarstjóri og gerði það vel. Hins vegar var viðkomandi embættismaður kallaður inn á fundinn til þess að gefa skýringar á lið 21 og 22 sem fjölluðu um tilboð sem farið var í án þess að gert væri ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun að öllu leyti. Því miður grípa Sjálfstæðismenn til þess að beita fyrir sig embættismanni í málinu vitandi að kjörnir bæjarfulltrúar bera höfuð ábyrgð. Ég mun ekki gera frekari athugasemdir í þessu máli en vil hvetja til vandaðri vinnubragða í framhaldinu.
Guðbrandur Einarsson“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024